Auglýsing

„Strákar eru að breytast.“ – Björk ræðir nýju plötuna, feðraveldið og annað við The Guardian

Fréttir

Í gær (12. nóvember) birti breska blaðið The Guardian viðtal blaðakonunnar Miranda Sawyer við íslensku söngkonuna Björk á heimasíðu sinni.

Nánar: https://www.theguardian.com/mu…

Í viðtalinu er farið um víðan völl og ræðir Björk, meðal annars, nýju plötuna (sem ber titilinn Utopia), lífið á Íslandi í samanburði við lífið í öðrum löndum, og stefnumót.

Um miðbik viðtalsins tekur samtalið beygju að innleggi Bjarkar í #metoo umræðuna, þar sem fjölmargar konur stigu fram á samfélagsmiðlum – eins og frægt er orðið – og ljóstruðu upp um kynferðislegt áreitni sem þær höfðu þurft að sæta á lífsleiðinni. 

Líkt og fram kom í erlendum og hérlendum fjölmiðlum tjáði Björk sig um ónefndan aðila innan kvikmyndabransans (en var þó augljóslega að beina orðum sínum til danska leikstjórans Lars von Trier, sem leikstýrði Björk í kvikmyndinni Dancer in the Dark) í stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún sagðist hafa orðið þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar gætu „snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins.”

Í viðtalinu kafar Björk dýpra í málið:

„Ég tjáði mig til þess að styðja við aðrar konur sem geta ekki sagt nei, eða sem eru ekki svo lánsamar að hafa sagt nei. Þetta átti ekki að snúast um mig. Vegna þess að ég slapp ágætlega frá þessu, veistu hvað ég meina? Vegna þess að ég kem frá þannig heimi þar sem þetta (kynferðislegt einelti) þykir ekki eðlilegt, og ég gat séð muninn á þessum tveimur heimum. Mig langaði að segja: ,þú ert ekki að ímynda þér þetta, þetta er svona.’“

– Björk

Bætir Björk því við að það sé þó hvetjandi að hugsa til þess að heimurinn sé að breytast, sumsé að úreltar hugmyndir feðraveldisins séu að hrynja og þá öllum til hagsbótar:

„Það er spennandi að sjá að strákar eru að breytast. Strákar, sem eru á táningsaldri í dag, eru tilfinningaríkir. Sem er kannski eitthvað sem við verðum að ræða eftir þetta allt saman: Hvert setja karlmenn tilfinningar sínar? Þeir eru hálfgerðir klaufar, og vita ekki hvað þeir eiga að gera við þær. Sú kynslóð af karlmönnum sem ég ólst upp með var tjáð að þeir yrðu að kæfa tilfinningarnar en svo öskruðu konurnar á þá: ,Hvar eru tilfinningarnar þínar?’ Viðbrögðin eru því: ,Bíddu. Þú vilt ekki að ég sýni tilfinningar en ég á samt að sýna tilfinningar. Geturðu gert upp hug þinn?’ Svo er það einnig saga hvíta karlmannsins í dag. Ef það er einhver ómeðvitaður þráður í þessu öllu saman þá er það sjálfsvorkunn þeirra yfir því að missa valdið. Það er erfitt að finna til með þeim, en það er þó, að minnsta kosti, sárt. Þeir eru að finna fyrir því.“

– Björk

Áhugasamir geta lesið viðtalið í heild sinni hér:

https://www.theguardian.com/mu…

(Tæpir tveir mánuðir eru liðnir frá því að Björk gaf út myndband við lagið The Gate.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing