Auglýsing

Strokkur gýs á geysivinsælli Youtube-rás—Slow Mo Guys heimsækja Ísland

Fréttir

Youtube-rásin The Slow Mo Guys var stofnuð árið 2010 af þeim Gavin Free og Daniel Charles Gruchy. Stofnendur rásarinnar festa ýmis fyrirbæri á filmu sem þeir spila svo á umræddri rás í ofurhægri endursýningu. Rásin státar sig af tæpum 12 milljónum áskrifendum. 

Síðastliðinn 23. janúar birti rásin fyrsta þátt seríunnar Planet Slow Mo þar sem tvíeykið hyggst ferðast víðs vegar um heiminn í því augnamiði að festa ýmis náttúrufyrirbæri á filmu. Í fyrsta þætti seríunnar ferðast þeir Gavin og Daniel til Íslands og taka upp gos Strokks í hárri upplausn—og spila svo ofurhægt fyrir áhorfendur (sjá hér að ofan). Útkoman þykir stórbrotin. Þegar hafa rúmlega ein milljón manns horft á myndbandið. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing