Fjórði þáttur Kronik á X-inu 977 fór í loftið síðastliðið laugardagskvöld (17. desember). Hljómsveitin Sturla Atlas kíkti í heimsókn og flutti tvö lög, þar á meðal lagið Mean 2 U (sjá myndband hér fyrir ofan).
Þeir Róbert og Benedikt, umsjónarmenn Kronik, tóku stutt viðtal við Sigurbjart og Loga. Aðspurður hvað væri að SKE, hafði Sigurbjartur þetta að segja:
„Við erum að taka upp nýja músík og erum að spila á mörgum tónleikum um jólin. Svo erum við að stefna að útgáfu snemma á næsta ári. Gengið okkar er einnig mjög duglegt við að vinna á alls konar sviðum, ekki einvörðungu í tónlistinni. Ég og Jóhann Kristófer, sem er í hljómsveitinni, vorum að leikstýra fyrsta leikritinu okkar, núna í síðasta mánuði og Logi sá um tónlistina við verkið. Og við erum að leggja á ráðin um alls kyns hluti; það má segja að það sé allsherjar menningarleg yfirtaka að fara eiga sér stað.“
– Sigurbjartur Sturla
Fleiri myndbönd frá fjórða þætti Kronik detta inn í vikunni.