Á tímum samkomubanns getur róðurinn orðið erfiður hjá mörgum rekstraraðilum og þá sérstaklega þeim sem eru í eigin rekstir – listafólkinu okkar t.d. Tónlistarfólk lifir bókstaflega á samkomum en þær eru ekki í boði næstu vikurnar eða mánuðina. Það eru kannski ekki allir í góðum málum akkúrat núna og kannski dugar það ekki langt en við á Ske viljum hvetja fólk sem getur að styrkja listafólkið okkar eins og hægt er á þessum tíma (og líka veitingastaði, kaffihús og fleira sem eiga í erfiðleikum þessa dagana). Þetta er mikilvægt.
Nokkrir listamenn sem við þekkjum hafa vakið athygli á þessu erfiða ástandi.
Í hljóðverinu 101derland sem við starfrækjum niðrí bæ er hópur af listamönnum sem eru í þessari stöðu.
10+ milljónir í tekjur sem einn vinnustaður sér fara í vaskinn, og getur ekki leitað til neinna sjóða.Þetta er hræðilegt ástand og bransinn er að bugast. https://t.co/HqaT7YACQd
— Logi Pedro (@logipedro101) March 13, 2020
Ég er kvíðinn á þessum óvissutímum, meira en vanalega, það er ekki gott. Ég hef engar tekjur næstu 4 vikurnar og ég og Jói erum að gefa út plötu 17. apríl, tvö ár síðan við gáfum síðast út plötu, það er langur tími, margt vatn runnið til sjávar, held ég hafi þroskast, vonandi
— Króli? (@Kiddioli) March 17, 2020
Ske vill líka minna fólk á að halda sig heima eins og hægt er og þvo sér um hendurnar.