Viðbrögð
TunefulTV er Youtube rás sem státar sig af hátt í 1.500 áskrifendum. Undanfarna daga hefur umsjónarkona rásarinnar, Natalia, brugðist við Eurovision lögum en í gær, þann 4. apríl 2017, horfði hún á framlag Íslands til keppninnar: lagið Paper eftir Svölu Björgvins.
„Ég er ánægð með hreyfingarnar, með hvernig hún notar líkamann og leikur sér að formum … þegar hún byrjaði að syngja hugsaði ég ,hún minnir mig á Gwen Stefani.’ Svo þegar hún byrjaði að hreyfa sig minnti hún mig á Christine and the Queens. Svo fór ég að hugsa til Robyn.“
– Natalia
Hér fyrir neðan geta lesendur metið hvort að það sé eitthvað til í þessari greiningu Natalia: Er Svala Björgvins með röddina hennar Gwen Stefani, hreyfingarnar hennar Christine and the Queens og „attitude-ið“ frá Robyn?