Næstkomandi 14. október verða sérstakir System of a Down heiðurstónleikar haldnir á Hard Rock Café í miðbæ Reykjavíkur. Er þetta í þriðja sinn sem sveitin er heiðruð en líkt og fram kemur á Facebook-síðu viðburðarins þá þarf vart að kynna System of a Down fyrir rokk aðdáendum:
„System of a Down var stofnuð í Kaliforníu árið 1994 og hefur gefið út fimm plötur en þær hafa selst samtals í yfir 40 milljón eintökum. Hljómsveitin hefur vakið athygli fyrir pólitíska ádeilu í textum sínum og áhrif frá Armenskri þjóðlagahefð en allir meðlimir sveitarinnar eiga rætur að rekja til Armeníu.“
– (frá Facebook-síðu viðburðarins)
Miðar í forsölu kosta litlar 2.500 kr. en miðaverð við hurð er 3.500 kr. Opnað er inn kl. 21:00 og tónleikarnir hefjast kl.22:00.
Heiðurssveitina skipa:
Stefán Jakobsson – Söngur
Finnbogi Örn Einarsson – Söngur
Hrafnkell Brimar Hallmundsson – Gítar
Þórður Gunnar Þorvaldsson – Gítar/hljómborð/söngur
Erla Stefánsdóttir – Bassi/söngur
Sverrir Páll Snorrason – Trommur
Nánar: https://www.facebook.com/event…
Hér eru svo nokkur sígild lög frá System of a Down.