Við sögðum frá því hér á Ske um daginn að rapparinn T.I. væri alltaf að fara með dóttur sína í mjög undarlegar ferðir til kvensjúkdómalæknis. Málið vakti athygli um allan heim og núna er þingkonan Michaelle Solages í New York fylki Bandaríkjanna búin að leggja fram frumvarp um breytingu á lögum sem myndi meina læknum að framkvæma þessi hreinleikapróf sem rapparinn lét dóttur sína gangast undir.
Rökin bakvið lagabreytinguna eru sú að þessi aðgerð er algjörlega ónauðsynleg, læknisfræðilega séð og því bara trámatísk og niðurlægjandi aðgerð sem hefur engan tilgang.
Svo er bara spurning hvort að frumvarpið gangi í gegn. Allt ógeðslega vandræðalegt boðar eitthvað gott, eða eitthvað.