Hljómsveitin The xx sendi frá sér lagið Say Something Loving í gær (sjá hér fyrir ofan). Lagið verður að finna á plötunni I See You, sem kemur út 13. janúar. Er þetta annað lagið sem hljómsveitin sendir frá sér af væntanlegri plötu, en hljómsveitin hafði áður sent frá sér lagið On Hold. Einnig flutti The xx lagið I Dare You í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live.
Í gær bárust einnig þau tíðindi að söngkona The xx, Romy Madley Croft, hafi trúlofað sig, en hún tilkynnti aðdáendum sínum á Instagram að hönnuðurinn og myndlistarkonan Hannah Marshall hefi beðið hennar í gær:
„Í gærkvöldi spurði einstök manneskja mig einstakrar spurningar … ég sagði Já! ???????.”
– Romy Madley Croft
Hér fyrir neðan er hægt að hlýða á lagið On Hold, sem kom út í lok nóvember.