Auglýsing

„This really Vöks for me“—Vök með frábæra tónleika í hljóðveri KEXP

Fréttir

Iðulega dúkkar ágæt tónlist upp á Listen to This þræðinum á vefsíðunni Reddit. Þráðurinn er tileinkaður góðri tónlist sem—einhverra hluta vegna—hefur ekki ratað í almenna spilun (hvað sem það nú þýðir í dag). 

Nánar: https://www.reddit.com/r/liste…

Nýverið rataði t.d. myndband með íslensku hljómsveitin Vök á forsíðu þráðarins (sjá hér að ofan). Um er að ræða myndband af tónleikum—ef svo mætti að orði komast—sveitarinnar í hljóðveri bandarísku útvarpsstöðvarinnar KEXP. 

Tónleikarnir fóru fram síðastliðinn 12. október en myndbandið rataði inn á Youtube-síðu KEXP í byrjun vikunnar, rúmum tveimur mánuðum síðar. Þá flytur hljómsveitin lögin Show Me, BTO, Autopilot og Night & Day.

Eins og gefur að skilja átti bandaríska útvarpskonan Cheryl Waters (KEXP) erfitt með að bera fram nafn hljómsveitarinnar í upphafi myndbandsins og bætti hún r-i við hljóðmyndun orðsins til þess að auðvelda framburðinn. Varð þetta til þess að orðið Vök hljómaði svolítið eins og bandaríska orðið Work. Einn gárungurinn á Youtube var fljótur að hagnýta sér þessa staðreynd og orðaði viðbrögð sín við tónlistinni á sérdeilis hnyttinn hátt:

„This really Vöks for me.“  

Síðast gaf Vök út lagið Spend the Love á Spotify. Þá kom platan Figure út í fyrra. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing