Auglýsing

Þúsundir smella fingrum í kjölfar umdeilds tísts

Fyrir tveimur dögum síðan (23. ágúst) lýsti Twitter notandinn Slick Kellen (@kellenmesoftly) ákveðinni hugljómun, sumsé þeirri staðreynd að hann væri 26 ára gamall en væri aðeins nýbúinn að uppgötva að hljóðið sem fylgir því að smella fingrum sé tilkomið vegna þess að fingurinn slær á lófann – en ekki núningsins á milli þumalsins og fingursins:

Í kjölfar tístsins einkenndust viðbrögð annarra Twitter notenda af mikilli tortryggni (sjá hér fyrir neðan) og má segja að það sama eigi við um samfélagið á Reddit en tístið rataði þangað stuttu síðar.

Að lokum féllust þó netverjar á þessa kenningu Kellen eftir að notandi að nafni Nate (@nathanjuneja) birti myndband af sjálfum sér að smella fingrum þar sem hann hafði komið sængurveri fyrir á milli lófans og fingursins – en þá heyrðist enginn smellur.

Eins og margir netverjar orðuðu það á ensku: „Mind blown.“

Lesendur geta skoðað myndböndin og lesið þráðinn í heild sinni hér:

https://twitter.com/kellenmeso…

Einnig var umræðan á Reddit sérstaklega lífleg:

https://www.reddit.com/r/Black…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing