SKE: T. S. Eliot hafði rangt fyrir sér: janúar er óvægnasti mánuðurinn – ekki apríl. Í janúar glóa jólaljósin sem miskunnarlaus áminning um betri tíma
(er manni hlakkaði enn til jóla); í janúar þjáist þorri Íslendinga af megnu samviskubiti og harðneskjulegri þynnku (frá því um áramótin); og í
ofanálag þurfa margir þessara sömu eyjaskeggja að drekkja sorgum sínum
einir síns liðs (vegna þess að margir vinir þeirra voru ginntir í edrú janúar af
óræðum samfélagslegum þrýstingi). En í ár er janúar ekki alslæmur. Árið
2017 fór nefnilega giftusamlega af stað hvað íslenskt Hip Hop varðar:
Tvíeykið CYBER sendi frá sér EP plötuna BOYS þann 1. janúar. SKE setti
sig í samband við Sölku og Jóhönnu og spurði þau nánar út í verkefnið.
SKE: CYBER (sem rekur rætur sínar
til Reykjavíkurdætra) er samstarfsverkefni Sölku Valsdóttur og
Jóhönnu Rakelar, sem rappa undir nöfnunum Bleach Pistol og Junior
Cheese. Hvaðan koma þessi nöfn?
J: „Alter” egó koma á mjög mismunandi
hátt. Bleach og Cheese urðu til þegar okkur langaði í
rapparanöfn í RVK DTR. Salka var þá með aflitað hár, hens
Bleach og er algjör gikkur, hens Pistol. Skammstöfunin
mín er JR, hens Junior og ég
fkn elska ost, ergo Cheese.
Er reyndar vegan núna þannig kannski ætti ég ekki að tala um það
að elska ost. Núna eru hins vegar tímamót þar sem „alter” egóin
Nickolai og Roman fæddust á Evróputúrnum seinasta sumar og á EP
plötunni BOYS eru þeir að stíga sín fyrstu skref.
SKE: Þið tókuð upp EP plötuna
BOYS á tveimur dögum og gáfuð út 1. janúar. Láguð þið
andvaka yfir plötunni í 48 klukkustundir?
S: Já, eiginlega. Okkur langaði bara
að halda áramótapartý til að þakka fólki fyrir árið en svo
hringdi Jóhanna í mig um leið og við vorum búnar að gera
„event-ið” og var bara: „YO GAUR, það hefði verið svo fkn epískt
ef við værum búnar að taka upp EP og værum að ,surprise drop-a’ henni um áramótin,” og ég bara: „Shjitt,
já gaur.” Svo var smá þögn og svo
sagði hún bara: „Sjömla, gerum það
bara!” En já við sváfum ekkert. Enda tók það okkur ekki
langan tíma að verða hellaðar á áramótunum.
SKE: Er rétt að halda því fram
að Bleach Pistol og Junior Cheese séu fyrir Reykjavíkurdætur það
sem Method Man og Ghostface Killah eru fyrir Wu-Tang klanið?
J & S: Hvað er Wu tang? Er það
sósa? Hljómar eins og sósa, pottþétt góð sósa!
SKE: CYBER sendi frá sér plötuna
CYBER is CRAP fyrir ca. fjórum mánuðum síðan og fékk hún fína
dóma. Uppáhalds lagið okkar á plötunni er DRULLUSAMA (illað).
Lagið geymir eftirfarandi línur:
Og ég komst ekki inn á Prikið:
Sama /
Full og fór yfir strikið: Sama /
Augnablikið sem við duttum næstum
í sleik
En ég ældi alltof mikið: Sama /
Er edrú janúar í vændum eða er
djamm schnilld allan ársins hring?
J: Janúar er of leim mánuður til
að vera edrú! Ég tók samt edrú viku seinasta febrúar, og ég
verð bara að segja – það gerði meira illt en gott. Missti niður allt
þolið mitt: endurtek ekki í bráð. Partýlestin stoppar aldrei!
Ef þið komið á „live show“ hjá okkur, skiljiðið
hvað ég er að meina: Við erum vélar!
SKE: Af hverju ber EP platan
titilinn BOYS?
J & S: Því strákar eru sætir og
svo líka því Nickolai (a.k.a. NICK) og Roman (a.k.a. ROMA) eru að kynna
sig til leiks og þeir eru strákar.
SKE: Einhvern tímann sagði
einhver: „Rapparinn tilheyrir heiðarlegri
starfsstétt, vegna þess að rappið varpar ljósi á
það sem yfirleitt er reynt að draga dul á, sumsé, gott álit
manneskjunnar á sjálfri sér.“ Eruð þið sammála þessari
athugun?
S: Alveg pottþétt Jóhanna. Hún er
egósentrískur brjálæðingur.
J: Hey, gaur. Ekkert svona. En já ég
er mjög sammála.
S: En það er alveg satt að einhverju
leyti en okkur finnst líka mjög gaman að vinna með einlægni í
rappi sem getur verið mjög krefjandi. En svo endar maður oft í
nettu gryfjunni þegar maður er dottinn í gírinn.
SKE: CYBER kemur til með að spila
á næstu Sónar tónlistarhátíðinni. Við hverjum megum við
búast?
J & S: Partý-stuði. Heildar
lúkkið á tónleikunum okkar er alltaf mjög stíliserað og
skiptir máli fyrir upplifunina, að okkur finnst. Tónleikarnir munu
snerta á eins mörgum skilningarvitum og hægt er! Kannski verður eh frítt dót eða
kaka.
SKE: Besti íslenski og / eða
erlendi rapparinn? Og hvers vegna?
S: Ég er í frekar stanslausri leit af
góðum röppurum þannig að það er mjög mismunandi eftir
tímabilum hver mér þykir vera „bestur,” fer líka eftir því
á hvaða stað maður er hverju sinni sjálfur. Akkúrat núna er ég
mikið að hlusta á Noname, Little Simz og Tommy Genesis (sem er að
koma á Sónar). Ég hlusta samt mest núna á Kef LAVÍK og
raftónlistarkonuna Sevdaliza. Af íslenskum röppurum þá er ég
spenntust núna fyrir Alviu og GKR. Geimfarar eru líka alltaf mikið
spilaðir á „chill” stundum.
J: Die Antwoord og Tommy Ca$h, punktur, pasta bannað að breyta!
SKE: Eitthvað að lokum?
J & S: Munum að sleikja píkur á
sunnudögum og halda þessu „crappy!”
(SKE þakkar Jóhönnu og Sölku kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til þess að hlýða á EP plötuna BOYS eftir CYBER. Einnig mælum við með laginu DRULLUSAMA. Sjá hér fyrir neðan.)