Auglýsing

20 góð lög fyrir Hip-Hop aðdáendur á Secret Solstice

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að tónlistarhátíðin Secret Solstice byrjar á morgun (15. júní). Fram koma tónlistarmenn á borð við Foo Fighters, The Prodigy, Rhye, Chaka Khan, Rick Ross, Big Sean, Anderson .Paak og Young M.A. ásamt glás af íslenskum listamönnum. Í tilefni þess tók SKE saman þau 20 lög, eftir erlenda rappara, sem við erum hvað spenntust fyrir að heyra. Gjörið svo vel:

20. Dillalude – Time

Þó að hér verði aðallega fjallað um lög eftir erlenda listamenn, eins og segir fyrir ofan, þá má SKE til með að lýsa aðdáun sinni á laginu Time eftir íslensku hljómsveitina Dillalude en sveitin sérhæfir sig í því að flytja og túlka tónlist Jay Dilla (Jay Dee) í lifandi tónum á sviði. Dillalude stígur á svið sunnudaginn 18. júní kl. 15:00.

19. Big Sean – Sacrifices feat. Migos

Rúmur mánuður er síðan að lagið Sacrifices kom út en lagið hefur notið mikilla vinsælda og jafnframt verið spilað næstum 10 milljón sinnum á  Youtube. Lagið er að finna á plötunni I DECIDED sem hefur fengið fína dóma og skartar erindum frá röppurunum Offset og Quavo í Migos. 

18. Young M.A. – Quiet Storm

Young M.A. þekkir mótlætið vel: Hún er þeldökk kona, samkynhneigð, sem alin er upp af einstæðri móður og sem í ofanálag missti eldri bróður sinn þegar hún var aðeins 17 ára gömul. Lagið Quiet Storm kom út í fyrra en um ræðir endurhljóðblandaða útgáfu af samnefndu lagi eftir Mobb Deep. 

17. Rick Ross – Idols Become Rivals

Undanfarið hefur Rick Ross átt í illdeilum við rapparann og viðskiptajöfurinn Birdman en lagið Idols Become Rivals er tileinkað honum – og ekki á sérstaklega uppbyggilegan hátt. Lagið er að finna á plötunni Rather You Than Me sem kom út í ár. 

16. Big Sean – Moves

Líkt og lagið Sacrifices þá er Moves einnig að finna á plötunni I DECIDED sem kom út í ár en lagið sjálft var gefið út í lok desember í fyrra. Lagið sat á vinsældalistanum Billboard (Hot 100) í 18 vikur. 

15. Young M.A. – Self MAde

Self MAde er að finna á fyrstu EP plötu Young M.A. Herstory sem kom út síðastliðinn 27. apríl. Myndband við lagið leit dagsins ljós fyrir rúmum þremur vikum síðan og verður því að teljast nýjasta myndband Young M.A. 

14. Dave – 100M’s

Lagið 100M’s eftir breska rapparann Dave kom út í lok maí en síðast gaf hann út EP plötuna Six Paths í fyrra. Aðdáendur Manchester United eru væntanlega ánægðir með tilvísun Dave í unga framherjann Marcus Rashford. 

13. Young M.A. – Kween (Freestyle)

24. febrúar gaf Young M.A. út lagið Kween (Freestyle) en lagið er endurhljóðblönduð útgáfa af inngangi (intro) plötunnar The Dynasty: Roc La Familia eftir Jay-Z. 

12. Rick Ross – Apple of My Eye feat. Raphael Saadiq

Raphael Saadiq þekkja flestir frá hljómsveitinni Lucy Pearl sem sló í gegn í kringum aldamótin síðustu með útgáfu laga á borð við Dance Tonight og Don’t Mess With My Man. Í laginu Apple of My Eye sér Saadiq um viðlagið á meðan Rick Ross lítur yfir farinn veg. 

I’m happy Donald Trump became president /
Because we gotta destroy before we elevate! /

11. Pharoahe Monch – Broken Again

Pharoahe Monch er 45 ára gamall rappari frá Queens, New York, þaulreyndur – herðarnar hoknar af reynslu. Lagið Broken Again kom út árið 2014 og er að finna á plötunni PTSD. Lagið fjallar um fíkn og þykir okkur það vera einstaklega fallegt. 

10. Anderson .Paak – The Bird

Þó svo að Big Sean, Rick Ross og Young M.A. stígi á svið í Laugardalnum næstkomandi sunnudag þá förum við ekki af því að við erum hvað spenntust fyrir tónleikum Anderson .Paak. Lagið The Bird er að finna á plötunni Malibu sem kom út í fyrra og er ákveðið meistaraverk. 

9. Anderson .Paak – Suede (NxWorries)

Tvíeykið NxWorries samanstendur af þeim Anderson .Paak og pródúsentnum Knxwledge. Lagið Suede er í miklu uppáhaldi og verður það að teljast ansi líklegt að Anderson .Paak flytji lagið í Laugardalnum þó svo að Knxwledge verði að öllum líkindum ekki með honum á sviðinu. 

8. Big Sean – Jump Out The Window

Frasinn „að stökkva út um gluggann“ á ensku („jump out the window“) hefur tvær merkingar skv. slangurorðabókinni Urban Dictionary. Annars vegar merkir frasinn löngunina til þess að flýja raunveruleikann eftir að hafa orðið vitna að, eða komist í kynni við eitthvað, sem raskar ró manns. Hins vegar merkir frasinn að játa ást sína. Báðar þessar merkingar eiga vel við lagið Jump Out the Window eftir Big SeanÍ texta lagsins segir rapparinn frá vinkonu sinni sem hann fellur ástarhug til og sem er einnig fórnarlamb heimilisofbeldis.

7. Pharoahe Monch – The Light

Lagið The Light er að finna á fyrstu plötu Pharoahe Monch Internal Affairs (1999). Lagið inniheldur tónbrot frá laginu Mi Cosa eftir Wes Montgomery. Sígilt. 

6. Anderson .Paak – The Come Down

Líkt og lagið The Bird þá er The Come Down einnig að finna á plötunni Malibu sem kom út í fyrra. Frábært lag í alla staði. 

5. Young M.A. – Oooouuuu

Rúmt ár er liðið frá því að lagið Oooouuu eftir Young M.A. kom út en það má með sönnu segja að lagið hafi verið eitt vinsælasta rapplag síðasta árs (lagið hefur verið spilað yfir 200 milljón sinnum á Youtube; geri aðrir betur). 

4. Roots Manuva – Witness the Fitness

Lagið Witness the Fitness (sem heitir réttu nafni Witness 1 Hope) er að finna á fyrstu hljóðversplötu Roots Manuva Run Come Save Me sem kom út árið 2001. Lagið er að hluta til innblásið af Dancehall og fönki og hlaut það einróma lof gagnrýnenda þegar það kom út. Sígilt í orðsins fyllstu merkingu. 

3. Rick Ross – Hustlin’

Hustlin’ kom út árið 2006 og er að finna á plötunni Port Of Miami. Slanguryrðið hustle á ensku merki að afla sér tekna á ólögmætan máta: Every day I´m hustlin!

2. Pharoahe Monch – Simon Says

Lagið Simon Says eftir Pharaohe Monch er eitt kunnugasta lag rappsögunnar. Lagið er að finna á
fyrstu hljóðversplötu Pharoahe, Internal Affairs, og naut lagið strax mikilla vinsælda (það
hljómaði til dæmis í kvikmyndunum Charlie’s Angels og Boiler Room) en þó alls ekki án
vandkvæða; Pharoahe Monch var kærður fyrir að nota tónlist Akira Ifukube í leyfisleysi og varð
lögsóknin til þess að dreifingu plötunnar Internal Affairs var stöðvuð um tíma.

1. Anderson .Paak – Am I Wrong

Bandaríski rapparinn Schoolboy Q kemur við sögu í laginu Am I Wrong sem er að finna á plötunni Malibu sem kom út í fyrra, eins og segir hér fyrir ofan. Vonast SKE jafnframt eftir því að Anderson .Paak taki son sinn með og leyfi honum að dansa upp á stóra sviði hátíðarinnar líkt og að hann gerði svo eftirminnilega í spjallþætinnum Ellen í byrjun árs (sjá hér fyrir neðan). 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing