Auglýsing

Aron Can fékk krúttleg verðlaun frá ungum aðdáanda

Sérstakur árslistaþáttur Kronik fór í loftið í lok janúar á X-inu 977.

Skipuðu þeir Benedikt Freyr og Róbert Aron, umsjónarmenn þáttarins, nefnd álitsgjafa til þess að raða í þrjá lista: 25 bestu erlendu rapplögin, 10 bestu erlendu plöturnar og 20 bestu íslensku rapplögin. 

Í tilefni þess að Enginn mórall var valið íslenska rapplag ársins, var Aron Can fenginn sem sérstakur gestur útvarpsþáttarins síðastliðið laugardagskvöld (4. febrúar).

Fékk hann afhent vegleg verðlaun frá sérstökum aðstoðarmanni Kronik, Óliver Róbertssyni (sem er jafnframt sonur Róbert Arons), sem útbjó fallegan veggplatta til heiðurs Arons í smíðatíma í skólanum (myndband af verðlaunaafhendingunni má sjá hér fyrir ofan).

Róbert Aron, Óliver, Aron Can og Benedikt Freyr.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing