9. þáttur útvarpsþáttarins Kronik fór í loftið síðastliðinn laugardag 4. febrúar á X-inu 977. Gestir þáttarins voru þeir Young Nazareth og Aron Can, en sá síðarnefndi flutti tvö lög í beinni ásamt því að svara nokkrum viðeigandi hraðaspurningum fyrir umsjónarmenn þáttarins (sjá hér fyrir ofan).
Aron var spurður, meðal annars, hvort að hann myndi frekar kjósa Ísland eða Tyrkland (Aron er ættaður frá Tyrklandi). Svaraði hann spurningunni á eftirfarandi veg:
„Ég verð eiginilega að segja Ísland, því að ég hef alltaf búið hérna. “
– Aron Can
Næsti þáttur Kronik fer í loftið laugardaginn 11. febrúar. Gestir þáttarins verða CYBER.