Auglýsing

Bandarískur rappari skírir lag í höfuðið á Íslandi

Chris Travis er bandarískur rappari frá Memphis, Tennessee. Hann er hvað þekktastur fyrir lagið Crunchtime sem hann gaf út í lok 2013 en myndbandið við lagið hefur verið skoðað rúmlega níu milljón sinnum (Travis er einnig þekktur sem einn af stofnendum Waterboyz hreyfingarinnar).

Í gær sendi Chris Travis frá sér lagið Iceland ásamt myndbandi á Youtube. Lagið 
verður að finna á væntanlegu mixtape i sem ber titilinn Forgive Me og hefur 
myndbandið við lagið þegar verið skoðað 25.000 sinnum á Youtube og fengið
álíka margar hlustanir á Soundcloud síðu Travis. 

Óvíst er hvers vegna Travis kaus að skíra lagið Iceland en ekki er að finna beina tilvísun í landið í laginu sjálfu. Einnig er texti lagsins frekar torskiljanlegur; líklegast er Travis að nýta sér Ísland sem myndlíkingu fyrir því hversu kaldur hann er:   

“But I make it snow.
Real cold, 
Real cold …”

– Chris Travis (Iceland)

Að minnsta kosti einn aðdáandi Travis veltir því fyrir sér hvers vegna heitið Iceland hafi orðið fyrir valinu:

“Culda named dis anything else lol.”

– GAWD (Soundcloud)

Mögulega gæti þetta talist einhvers konar landkynning fyrir Ísland.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing