Auglýsing

„Bjarni Ben mætti draga buxurnar aðeins meira niður.“​ – Mælginn ræðir Stage Dive Fest

Tónlist

SKE: Það að „stage dive-a“ er að leggja traust sitt á mannkynið, að skjóta sér á loft frá upphækkuðu sviði ofan í kraumandi hafsjó ókunnugra manna. Stundum kemur það fyrir, á ögurstundu, að fyrrnefnt haf klofnar, líkt og þegar Móses leiddi gyðinganna í gegnum Rauða hafið, og hafnar þá líkami dýfingarmannsins á sjávarbotni ráðaleysis og skammar. Stundum er líkami listamannsins tekinn opnum örmum, og flýtur listamaðurinn á öldum vinsælda og frægðar. Því má segja að hljómleikaserían Stage Dive Fest á Húrra beri nafn með rentu, en þar koma fram ýmsir efnilegir tónlistarmenn sem freista þess að stökkva fram af brún nafnleysisins og ofan í hyldýpi frægðarinnar: Sumir sökkva, aðrir fljóta. Í tilefni þess að þriðju tónleikar Stage Dive seríunnar verða haldnir laugardaginn 1. apríl, heyrði SKE í Mælginn, forsvarsmanni hátíðarinnar. Gjörið svo vel …

Viðtal: RTH
Viðmælandi: Viktor Steinar Imsland

SKE: Jæja, Mælginn. Stagedive Festival Volume 3 núna á laugardaginn. Hvað geturðu sagt okkur um það?

Mælginn: Þetta segir sig sjálft: góðir tónleikar, gott „vibe“ og alltaf gott „line up.“

SKE: Ef þú yrðir að lýsa sjálfum þér sem húsgagni úr vönduðum IKEA bæklingi – hvernig myndi sú lýsing hljóða?

Mælginn: Ég væri í gallaða horninu.

SKE: Hvað stóð upp úr frá síðustu Stage Dive tónleikunum?

Mælginn: Persónulega, fyrir mig, var það Geisha Cartel; hafði ekki séð né heyrt neitt með þeim áður og þeir rokkuðu þetta.

SKE: Besta hugmynd sem þú hefur fengið?

Mælginn: Segi ekki.

SKE: Vinsamlegast bregstu við eftirfarandi listamönnum, sem jafnframt koma fram á laugardaginn, með EINU orði:

Dadykewl: Prúður.

Alvia Islandia: Óþekk.

Kef LAVÍK: Sértrúarsöfnuður.

Auður: Geislabaugur.

Egill Spegill: Hjartaknúsari.

SKE: Ef þú gætir gert lag með þremur íslenskum listamönnum, hvaða listamenn myndir þú helst vilja að fá að starfa með?

Mælginn: Þetta er erfið spurnig til að svara í flýti, en ég ætla kasta Bubba, Bó Halldórs og Bjartmari Guðlaugs út í kosmósið.

SKE: Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert á djamminu?

Mælginn: Eitthvað sem gerðist seinustu og helgi og næstu helgi eftir það.

SKE: Bjarni Ben sagði um daginn að Reykjavík þyrfti að „gyrða sig í brók.“ Er einhver borg eða manneskja eða fyrirbæri sem þarf að gyrða sig í brók“ að þínu mati?

Mælginn: Bjarni Ben mætti draga buxurnar aðeins meira niður.

SKE: Ef þú mættir velja fyrirsögn þessarar greinar – hver yrði fyrirsögnin?

Mælginn: „I’m making moves.“

(SKE hvetur lesendur til þess að mæta á Stage Dive Fest á morgun – 1. apríl – á Húrra.)

Nánar: https://www.facebook.com/event…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing