Auglýsing

Black Pox: „Nýliði ársins“

SKE: Janúar er yfirleitt tími aðgerðarleysis og doða. Íslendingurinn liggur í dvala, umlukinn myrkri og kulda og blótar vitgrönnum forfeðrum sínum fyrir að hafa ekki stýrt skipstöfnum sínum í átt að suðlægari ströndum. Er febrúar loks heilsar lítur Íslendingurinn til baka yfir þokukenndan veg og hefur engu afkastað. Í ár, hins vegar, virðist sem svo að íslenski Hip-Hop „hausinn“ hafi verið undanþeginn þessari sálarlegu ládeyðu. Alls telur SKE sjö ný myndbönd í janúar frá íslenskum röppurum: Shades of Reykjavík, GKR, Felis Lunar, Landaboi$, Icy G, ddykwl og HRNNR – og Black Pox, en sá síðastnefndi sendi frá sér myndband við lagið Feluleikur þann 17. janúar. SKE hafði samband við BP og spurði hann nánar út í tónlistina, myndbandið og árslista Kronik.

SKE:
Hver er Black Pox – eða hvernig myndirðu lýsa sjálfum þér?

BP:
„Introvert,“ feiminn og kannski pínu félagsskítur. Mikill
áhugamaður um margt en aðallega tónlist og sköpun.

SKE:
Hvaðan kemur nafnið?

BP:
Mér fannst nafnið svolítið „sinister“ og öðruvísi, svo er
black pox líka „crazy“ vírus sem ég var eitthvað að skoða á
Wikipedia og dróg nafnið þaðan bara.

SKE:
Þú sendir frá þér myndband við lagið
Feluleikur um
miðjan janúar. Hvað geturðu sagt okkur um myndbandið?

BP:
Ég og kærastan vorum á Spáni nýlega og við nýttum tækifærið
til þess að taka upp tónlistarmyndbandið. Það var geggjað
„vibe“ þarna og ég elska pálmatré þannig þetta kom mjög
„effortlessly.“

SKE:
Er lífið ævarandi feluleikur frá sjálfum sér og öðrum?

BP:
Haha, aye, þetta er góð spurning og „spot on.“ Ég er mjög
spéhræddur fyrir þessari senu og kem sjaldan fram á neinum
vettvangi og þaðan kemur nafnið á laginu. Ég vil líka helst
hafa fólk sem ég þekki vel og treysti með mér í teymi og DIY.

SKE:
Lagið Feluleikur samplar Silver eftir Bonobo. Ertu
mikill Bonobo maður?

BP:
Bonobo er the „bomb“ en fyrst vissi ég ekki hvaðan þetta sampl
kom þangað til að vinur minn benti mér á það stuttu eftir að
ég sýndi honum myndbandið.

SKE:
Hvers vegna rapparðu á ensku?

BP:
Þegar ég var ungur og Outkast voru „poppin’“
þá skrifaði ég niður textann á
lögunum þeirra og rappaði með. Svo kynnti ég mér þessa
klassísku „old-school“
rappara frá Cali og NY og vildi „sound-a“
alveg eins, núna í dag finnst mér auðveldara að skrifa á ensku.

SKE:
Árslisti Kronik kom út um daginn með yfirlit yfir bestu íslensku
rapplög
2016:

https://ske.is/grein/20-bestu-i…

Finnst
þér eitthvað vanta á listann?

BP:
Yeee það vantar Pusswhip, Malaise,
Svarta Laxness,
24/7, Mælginn & Beige
Boys liðið, en 2017 er líka rétt að
byrja..

SKE:
Hvaða rappari fær þig til að vilja binda enda á eigin jarðneska tilvist?

BP:
Lil’ B

SKE: Ef þú gætir valið fyrirsögn þessarar greinar, hvaða fyrirsögn  yrði fyrir valinu?

BP: „Nýliði ársins.“

SKE: Eitthvað að lokum?

BP:
Takk fyrir!

(SKE þakkar BP kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til þess að kynna sér tónlist hans betur.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing