13. þáttur útvarpsþáttarins Kronik fór í loftið síðastliðið laugardagskvöld (4. mars). Gestir þáttarins voru þeir Bjarni Jónsson, einn af aðstandendum Secret Solstice hátíðarinnar, og rapparinn Black Pox, en sá síðarnefndi flutti lagið Pyro í beinni (sjá hér fyrir ofan) ásamt því að flytja nokkrar vel valdar rímur yfir bítið Juicy sem Biggie Smalls gerði frægt á tíunda áratugnum.
Þess má geta að Black Pox kemur fram á hinni svokölluðu Stagedive tónlistarhátíð næstkomandi laugardag 11. mars á skemmtistaðnum Húrra.