Í tilefni alþingiskosninganna á morgun sendi rapparinn Class út EP plötuna Spilaborgin. Neðangreind tilkynning fylgdi útgáfunni:
„Kæru landsmenn nær og fjær – hér er smá glaðningur af því tilefni að gengið verður til kosninga á morgun. Lifi lýðræðið! Lifi ruglið! Lifið heil! Baráttukveðjur, Class B & BADDMANN.“
– Baddmann
Í tilefni útgáfunnar heyrði SKE í Badda og spurði hann nánar út í pólitíkina, plötuna og plönin:
SKE:
Sæll, Baddi – hvað er títt?
Baddi:
Season 3 af Black Mirror var að detta á flixið og það kemur ný
ATCQ (A Tribe Called Quest) plata í nóv. Lífið er gott.
SKE:
Ef þú yrðir að lýsa sjálfum þér sem ímyndaðri veru úr
hugarheim J.R.R. Tolkien (LOTR) – hvernig myndi sú frásögn
hljóða?
Baddi:
Ætli það yrði ekki sem orðheppin hamskiptingur sem heldur til á
laugarbökkum á góðviðrisdögum, alltaf tilbúin að hlusta og
gefa góð ráð.
SKE:
Þú varst að senda frá þér plötuna Spilaborgin EP. Hvaðan
kemur nafnið?
Baddi:
Það kemur frá titillagi plötunnar, sem ég skrifaði vorið 2009
á meðan það rauk úr hrunarústunum. Það færist því hér með
til bókar að ég var fjórum árum á undan Kevin Spacey og co. að
nota nafnið!
SKE:
Helstu áhrifavaldar?
Baddi:
Mamma, Simmi D og Bjaddni B.
SKE:
Má segja að með útgáfu plötunnar að þú sért að halda
Svörtum spegli að andliti samfélagsins?
Baddi:
Ég lít meira á þessi lög sem sjálfshjálpardagbók. Enda
orðinn hundleiður á vælinu í sjálfum mér. Gott að koma þessu
út.
SKE:
Sérðu fyrir þér að fara í pólitík í framtíðinni?
Baddi:
Aldrei. En ég hef velt því fyrir mér að stofna sértrúarsöfnuð.
SKE:
Hvert er helsta vandamál íslensks samfélags?
Baddi:
D-vítamínskortur og toxoplasmi.
SKE:
Hvað er næst á dagskrá? Tónleikar?
Baddi:
Mögulega remix útgáfa af Spilaborginni. Mögulega tónleikar.
Forvitnir geta fylgst með á samfélagsmiðlum. Baddmann sér um þá
fyrir mig.
SKE:
Eitthvað að lokum?
Baddi:
Ekki gera ekki neitt. Ekki láta hræða okkur svona auðveldlega.
Ekki hætta að vera góð hvort við annað þó við séum
ósammála.
SKE hvetur alla til þess að koma sér í kosningagírinn með því að hlýða á þennan demant. Hlustið. Kjósið. Elskið.