15. þáttur útvarpsþáttarins Kronik fór í loftið síðastliðið laugardagskvöld (18. mars). Gestir þáttarins voru rappararnir Dabbi T og Dadykewl en báðir tóku þeir eitt lag í beinni ásamt því að rappa yfir sígild bít frá gamla skólanum.
Hér fyrir ofan má sjá Dadykewl flytja lagið Ástralía í beinni, en rapparinn gaf út myndband við lagið í lok febrúar. Áhorfið á myndbandinu telur hátt í 60.000 ,views’ sem verður að teljast ansi gott. Óhætt er að segja að rapparinn hafi komist á ákveðið flug í kringum 2.40 mínútur við flutning lagsins í beinni.
Í viðtali við umsjónarmenn þáttarins sagðist Dadykewl, sem heitir réttu nafni Daði Freyr Ragnarsson, vera að fara vinna í fleiri lögum ásamt pródúsentnum Marteini (BNGR BOY):
„Við erum að gera „lover-boy music.“ Síðan er ég að fara spila 1. apríl á Húrra á Stagedive Fest.“
– Dadykewl
Fleiri myndbönd úr þættinum munu rata inn á Ske.is á næstu dögum. Hér fyrir neðan er svo myndbandið við lagið Ástralía ásamt laginu Popp í Reykjavík sem skartar Dadykewl og Shades of Reykjavík.