Fyrir rúmri viku síðan birti Youtube rásin It’s a small world myndband þar sem ónefndur aðili spilar lagið Electrical Parade á tvær reiknivélar.
Í kjölfarið birti rásin myndbönd af öðrum lögum í sambærilegri útsetningu sem urðu sífellt vinsælli.
Hins vegar er ekkert myndband jafn vinsælt eins og flutningur fyrrnefnds aðila á eyrnarorminum Despacito (sjá fyrir ofan).
Myndbandið hefur verið skoðað rúmlega 400.000 sinnum og ef marka má athugasemdir notenda Youtube þá eru einhverjir á því að ofangreind útgáfa sé jafnvel betri en upprunalega útgáfa lagsins.
Í kjölfar vinsælda myndbandsins þakkaði ónefndur „tónlistarmaður“ fyrir sig með því að koma eftirfarandi skilaboðum til áhorfenda:
„Hæ. Takk fyrir að horfa. Ég er japanskur. Og þessi reiknivél er framleidd í Kína. Svo ég keypti hana á netinu. Hún heitir AR7778. Ég fíla hljóminn. (afsakaðið enskuna mína …). Njótið dagsins! Kveðja frá Japan.“
/
Hello. Thank you for watching. I’m japanese. and this calculator is made in china. so i bought on the internet. This calculator’s name is AR7778. I like this sound. (sorry for my english..) Have a nice day! Thank you from japan.“
– It’s a small world
Þess má geta að myndbandið við lagið Despacito eftir Luis Fonsi og Daddy Yankee er vinsælasta myndbandið á Youtube og hefur verið skoðað rúmlega 3,5 milljarða sinnum.