Þessi bók er kannski ekki græja en hún er er þó ómissandi fyrir plötugramsara og vínylsafnara. Ljósmyndarinn, rithöfundurinn og plötufýllin Paz hefur sett saman frábæra kaffiborðsbók með snilldar myndum og viðtölum við plötusnúða, framleiðendur, plötusala og –áhugafólk um allan heim. Inngang ritar RZA en meðal þeirra sem Paz tekur viðtals í doðrantinum eru Questlvoe, Gilles Peterson, Four Tet, Rich Medina og Egon.
www.dustandgrooves.com