Auglýsing

„Ég dýrka að eldast. Það er það besta sem hefur komið fyrir mig.“—Arnar Freyr (Úlfur Úlfur)

Tónlist

15. mars síðastliðinn gaf tvíeykið Úlfur Úlfur út lagið Hraði (sjá neðst). Um ræðir fyrsta lagið sem sveitin sendir frá sér í tæp tvö ár, eða frá því að platan Hefnið okkar var gefin út sumarið 2017. Í tilefni útgáfunnar settist SKE niður með Arnari Frey Frostasyni og spurði hann nánar út í tilurð og texta lagsins. 

Líkt og fram kemur í viðtalinu tekur Arnar Freyr framrás tímans opnum örmum:

„Núna er ég bara orðinn miðaldra. Það er bara fínt. Ég er bara þar. Ég er ekki lengur ungur og hræddur við að verða miðaldra—ég er það bara. Og ég embrace-a það. Ég dýrka það. Ég dýrka að eldast—það er það besta sem hefur komið fyrir mig.“

– Arnar Freyr Frostason

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing