Tónlist
Síðastliðinn desember fór þriðji þáttur Kronik á X-inu 977 í loftið.
Nýverið fundust upptökur úr þættinum – sem tökumaður hélt að hann væri búinn að glata – þar sem uppistandarinn og fyrrum meðlimur hljómsveitarinnar Bæjarins Beztu, Dóri DNA, lætur fjúka í kviðlingum („freestyle-ar“ / semur vísur að munni fram).
Óhætt er að segja að kveðskapur Dóra hafi kætt gesti þáttarins, þá GKR, Bent og Erp, en sá síðastnefndi heimtaði að Dóri DNA rappaði yfir bít frá hljómsveitinni Group Home. DJ B-Ruff varð að óskum Erps og spilaði „instrumental“ útgáfu af laginu Supa Star.
Dóri DNA átti nokkrar eftirminnilegar línur:
„DNA, nú er tími til að brenna /
Horfið á mig skína: Þú veist ég er búinn að grennast! /“– Dóri DNA
Útvarpsþátturinn Kronik er í loftinu öll laugardagskvöld á X-inu 977 á milli 17:00-19:00.