Danny McEvoy er enskur tónlistarmaður sem stýrir Youtube rásinni TheWalrusWasDanny þar sem hann flytur ábreiður af þekktum lögum, allt frá lögum eftir Bítlanna yfir í Eurovision lög.
Í gær sendi hann frá sér þrjú ný myndbönd þar sem hann tekur lög eftir íslenska þátttakendur í undakeppni Eurovision: Bammbaramm eftir Hildi, Paper eftir Svölu Björgvins og Hypnotised eftir Aron Brink (sjá hér fyrir neðan).