Auglýsing

„Er langt í aðra Helför?“ Run the Jewels gefur út lag eftir sigur Trump

Tónlist

Bandaríska tvíeykið Run the Jewels sendi frá sér lagið 2100 í dag. Lagið, sem verður að finna á væntanlegri plötu tvíeykisins Run the Jewels 3, var samið fyrr á árinu og átti upprunalega ekki að koma út fyrr en seinna. Í kjölfar óvæntra úrslita bandarísku forsetakosninganna í gær, hins vegar, ákvað hljómsveitin and gefa út lagið strax. Eftirfarandi tilkynning fylgdi útgáfu lagsins:

„Fyrir vini okkar og fjölskyldu. Fyrir alla þá sem eru hræddir eða líða illa. Hér er lag sem við sömdum fyrr á árinu. Við ætluðum ekki að gefa það út strax, en … einhvern veginn finnst okkur lagið vera viðeigandi. Lagið fjallar um hræðslu og ást, það fjallar um þessa löngun okkar í eitthvað stærra. Lagið ber titilinn 2100.“

– Run the Jewels

Lagið, sem hægt er að hlusta á hér fyrir neðan, byrjar á línunum: „How long before the hate that we hold lead us to another Holocaust?“

Það virðist vera nóg að gera hjá rapparanum Killer Mike (RTJ eru Killer Mike og El-P) þessa dagana, en hann var einnig gestur þáttarins The Real í gær þar sem hann rýndi í stöðu bandarískra stjórnmála ásamt því að velta fyrir sér ástæðuna á bakvið sigur Trumps (Killer Mike var, og er, dyggur stuðningsmaður Bernie Sanders.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing