Auglýsing

„Feminísk orka sem sprakk út.“

SKE: Það er mikilvægt að gefa ekki fokk, sumsé, að verja fokkunum sínum sparlega. Í hagkerfi fokksins er málum þannig háttað að því meira sem manneskjan gefur, því verr sem hún sefur. Sú manneskja sem lifir lífinu einvörðungu innan þessa ramma sem markast af eftirvæntingu og samþykki annarra lifir alls ekki lífinu. Lífið hefst handan þessa ramma, sjáðu. Þetta er ástæðan fyrir því að SKE er yfir sig hrifið af nýjasta myndbandi söngkonunnar Unu Stef (við lagið I’m Yours); myndbandið tekst að fanga, í orðum söngkonunnar sjálfrar, „fegurð og hug konu sem er nákvæmlega sama um það hvað öðrum finnst um sig.“ Bravó! … Fyrir stuttu hafði SKE samband við Unu Stef og spurði hana nánar út í myndbandið, lífið og ýmislegt fleira. Gjörið svo vel:

Ef
þú yrðir að lýsa lífi þínu sem epískri kvikmynd framleidd á
gullaldartímum Hollywood – hvernig myndi sú frásögn hljóða?

“A
seventeen-year-old aristocrat falls in love with a kind but poor
artist aboard the luxurious, ill-fated R.M.S. Titanic.” Skrifaði
þetta alveg sjálf enda er þetta er mín saga. Nokkurn veginn.
Eiginlega. Kannski.

Hvað
geturðu sagt okkur um væntanlegu EP plötu þína?

Hún
hefur verið svolítið lengi að fæðast en ég er búin að fara
fram og til baka með lögin á henni. Árið 2014 gaf ég út plötu
sem heitir Songbook en lögin á henni voru öll frekar gömul, það
elsta var samið þegar ég var 13 ára. Tónlistin sem ég er að
gera núna er því að meira ‘fullorðins’ og öðruvísi sánd
á henni heldur en á Songbook. Ég ætla gefa hana út í vetur en
veit ekki alveg hvenær nákvæmlega. Allt sem er fullorðins er
eitthvað svo flókið stundum.

Hvaða
listakona/maður hefur haft mestu áhrif á þig og hvers vegna?

Þetta
er fáránlega erfið spurning. Það eru svo margir sem koma til
greina; Stevie Wonder, Aretha Franklin, Jill Scott, Erykah Badu,
John Legend, Whitney Houston, Beyoncé … ég gæti talið endalaust
áfram en ætli ég verði ekki að segja að Alicia Keys hafi haft
mestu áhrifin á mig. Ég er búin að spila plöturnar hennar fram
og til baka síðan ég var 12 ára. Hún er frábær lagahöfundur,
söngkona, píanóleikari og fyrirmynd. Svo er hún massívur
töffari. Massívur!

Myndbandið
við lagið I’m Yours hefur vakið mikla athygli. Hvernig kom
hugmyndin að myndbandinu til?

Myndbandið
er hugarfóstur mitt, Birtu Ránar leikstjóra/myndbandagerðakonu og
Díönu Rutar dansara. Þetta var samvinnuverkefni þar sem hugmyndir
allra fengu að njóta sín.

Margar
hugmyndirnar fæddust samt bara á setti en þar vorum við fimm konur
að vinna að myndbandinu. Í undirbúningnum fyrir tökur erum við
að spjalla um ýmis mál t.d. um það hvernig við hefðum lent í
ýmis konar ‘sexist’ atvikum í okkar vinnum. Það var svolítið
merkilegt að finna hvernig við upplifðum allar svipaða hluti úr
mörgum mismunandi atvinnugeirum. Það er ennþá búist við því
að við sem konur högum okkur á einhvern ákveðin hátt. Það
varð því svolítið af feminískri orku sem sprakk út þarna hjá
okkur og við ákváðum að gera allt nákvæmlega einsog við
vildum. Við vildum alls ekki fela geirvörturnar til þess að verða
ekki ‘reportaðar’ á einhverjum miðlum, breyta skotum af
einhverjum líkamshlutum því einhverjum gæti fundist það
klámfengið eða reyna gera Díönu að einhverju sem hún er ekki.
Í þessu myndbandi reynum við að fanga fegurð og hug konu sem er
nákvæmlega sama um það hvað öðrum finnst um sig. Ég
persónulega held að það hafi tekist.

Ein
áhugaverð, jafnframt óvænt, staðreynd um sjálfa þig?

Ég
er fótboltabulla. Enski, ítalski, spænski, Meistaradeildin
nefndu það. Ég breytist í einhverja aðra manneskju sem blótar
einsog sjóari og segi fólki að vera ekki aumingjar. Sumarið var
svolítið erfitt en ég grætti þá 8. mánaða son minn nokkuð
oft úr æsingi yfir íslenska landsliðinu á EM. Þarf að vinna í
því að vera fótboltabullumamma.

Helsta
lífsregla?


taka lífinu ekki of alvarlega og gera hluti sem láta manni líða
vel. Lífið er bara of stutt fyrir eitthvað vesen.

Fyrir
utan geirvörturnar, hvaða fyrirbæri þarfnast helst frelsunar?

Það
þyrfti að frelsa kökuskreytingarmanninn í Bjarna Ben. Maðurinn
ætti bara að hætta á þingi og fara beint í eldhúsið
fallegar kökur fyrir alla!

Hillary
eða Trump?

Æi
má ég ekki bara segja Bernie?

Hvað
þýðir hugtakið Girl Power fyrir þér?

Það
er hróp okkar fyrir jafnrétti, frelsi til að vera nákvæmlega
eins og við viljum vera og samstöðu okkar á milli.

Fimm
uppáhalds rapplög?

Mathematics
Mos Def

The
Light Common

You
Got Me The Roots feat. Erykah Badu

Lost
Ones Lauryn Hill

Alright
Kendrick Lamar

(SKE þakkar Unu Stef kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til þess að kynna sér tónlist þessarar frábæru söngkonu nánar.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing