Auglýsing

„Heimurinn snýst um tónlist Sturlu Atlas.“

Í morgun (þann 8. mars 2017) birti heimasíða Red Bull grein undir yfirskriftinni „Heimurinn snýst um tónlist Sturlu Atlas“ („The world turns to the sound of Sturla Atlas“) þar sem blaðamaðurinn Greg Barnes fjallar stuttlega um tilurð sveitarinnar og eiginleika hennar.

Greininni fylgir neðangreint myndband þar sem hljómsveitin flytur lögin Waiting og Mea2 U en einnig sitja þeir Sigurbjartur Sturla, Jóhann Kristófer og Logi Pedró fyrir spurningum blaðamanns.

Í greininni kemur fram að Sturla Atlas hafi „spilað á stærstu tónleikum Íslandssögunnar“ þegar hljómsveitin hitaði upp fyrir tónleika Justin Bieber í Kórnum í fyrra og af tóni greinarinnar að dæma er blaðamaður sérdeilis hrifinn af „101 strákunum“ svokölluðum.

Greinin í heild sinni: https://www.redbull.com/gb-en/…

Til gamans má geta að Sturla Atlas verður gestur útvarpsþáttarins Kronik næstkomandi laugardag á X-inu 977 en hljómsveitin kíkti í heimsókn í byrjun árs og flutti lagið Mean 2 U í beinni (sjá hér fyrir neðan).

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing