Tónlist
Reykjavíkurdætur hafa gjörbreytt landslagi íslenskrar rapptónlistar. Fyrir tilkomu Reykjavíkurdætra var íslenska rappsenan heldur karllægt umhverfi, þakið fallískum kennileitum (ef svo má að orði komast), en er nú í dag í talsvert meira jafnvægi. Senan er ekki eins einsleit – og hlýtur það að vera góðs viti.
Fyrir stuttu settist SKE niður með Steinunni Jónsdóttur, sem syngur og rappar með Reykjavíkurdætrum og reggí hljómsveitinni Amaba Dama.
SKE spurði hana út í femínismann, tónlistina og forseta lýðveldisins – Guðna Th. Jóhannesson.
„Mér líst ágætlega á hann. Hann býr í næstu götu við mig. Ég og strákurinn minn mætum honum oft. Um daginn mættum við honum og ég sagði við strákinn minn: ,Þetta er forsetinn!’ og hann svaraði: ,Ahhh, ég ætla að giftast honum!’“
– Steinunn Jónsdóttir