Fréttir
Laugardaginn 30. mars síðastliðinn frumsýndu þeir Herra Hnetusmjör, Krabba Mane og Birgir Hákon myndband við lagið Rútína á Prikinu.
Í dag (1. apríl) rataði myndbandið loks á Youtube (sjá hér að ofan). Takt lagsins smíðaði BNGRBOY og var leikstjórn myndbandsins í höndum Ingimars Elíassonar.
Þá kemur leikarinn Magnús Jónsson við sögu í myndbandinu, meðal annarra, og fer hann með hlutverk blóðills dómara sem dæmir þríeykið í fangelsi fyrir neðangreindar sakir:
„Fyrir glæpi gegn menningu, almennri hljóðmengun og fyrir að spilla æsku landsins með þessu Hippidí Hoppi dæmi ég ykkur í fangelsi til að rotna þar um ókomna tíð.“
– Magnús Jónsson
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr myndbandinu.

