Síðastliðið föstudagskvöld stóðu Robbi Kronik, Emmsjé Gauti, DJ B-Ruff og Keli trommari fyrir svokölluðu „takeover-i“ á útvarpsstöðinni FM 957 með það fyrir marki að kynna tónlist Young Thug fyrir hlustendum en rapparinn heldur tónleika hér á landi næstkomandi 7. júlí.
Snemma í þættinum ræddu þeir félagar hugmyndina „The Kronik Fight Club“
(KFC) þar sem íslenskir rapparar myndu ganga á hólm við aðra íslenska rappara
í anda UFC. Veltu þeir sér fyrir sig hver myndi hafa betur: GKR eða Herra
Hnetusmjör? Bent eða Alexander Jarl?
Einnig kíktu góðir gestir í hljóðverið, þar á meðal Aron Can, Alvia Islandia og DJ Spegill.