Í gær birti breska vefsíðan i-d grein eftir blaðakonuna Frankie Dunn undir yfirskriftinni Ísland hefur eignast nýja poppprinsessu og hún heitir Glowie.
Nánar: https://i-d.vice.com/en_uk/art…
Í greininni segist Dunn hafa séð Glowie fyrst á Sonar Reykjavík í febrúar og vitað þá, um leið, að hér væri afar sérstakur listamaður á ferð. Bætir hún því við að það hafi ekki komið henni á óvart að Glowie hafi ritað undir plötusamning hjá Columbia stuttu síðar.
Tilefni greinarinnar var útgáfa nýs myndbands (sjá hér fyrir ofan) við lagið Tribalist (Get To Know) sem Glowie vann í samstarfi við breska tvíeykið iLL BLUE:
„Lagið býr yfir öllum eiginleikum slagara … Glowie gæti verið svar Íslands við Dua Lipa. Sem eru jafnframt mjög góðar fréttir fyrir aðdáendur popptónlistar um allan heim; fylgist vel með þessu lagi.“
– Frankie Dunn (i-D)
Hér fyrir neðan má svo sjá Glowie flytja lagið What I Gotta Do hjá Rockstone.