Tónlist
Í gær (28. febrúar) birti vefsíðan Paste lista yfir átta frábærar, djassaðar
ábreiður af þekktum popplögum:
https://www.pastemagazine.com/…
Höfundur greinarinnar, Alexa Peters, segir að „djassaðar ábreiður af þekktum
popplögum samtímans … njóti ákveðinna vinsælda“ og rekur hún sögu þeirra til
Scott nokkurs Bradlee sem stýrir Youtube rásinni Postmodern Jukebox.
Meðal þeirra átta laga sem rötuðu á lista blaðamanns eru ábreiður af lögum á borð við Smells Like Teen Spirit, Rolling in the Deep og Blackbird.
Í efsta sæti listans er túlkun íslensku djasssveitarinnar 6iJazz á laginu Hey Ya eftir bandaríska tvíeykið Outkast.
„Þessi ábreiða eftir íslensku sveitina 6iJazz endurhugsar lagið Hey Ya eftir Outkast sem hægt, blúsað lag þar sem trompet og saxófónn eru í broddi fylkingar. Þéttu lúðrarnir spila með líkt og þetta sé götuband frá New Orleans sem marsérar niður göturnar.“
– Alexa Peters
Hér fyrir neðan má hlýða á lagið: