Auglýsing

Jennifer Hudson heiðrar Prince á Broadway

Fáeinum klukkutímum eftir andlát Prince, sungu Jennifer Hudson og meðleikarar hennar á Broadway (þau leika í sýningunni The Color Purple þessa dagana) Purple Rain goðsögninni til heiðurs. Áður en hún tók lagið þakkaði hún áhorfendum fyrir komuna og sagði:

„Ég er ekki þekkt fyrir það að halda ræður og bjóst ekki við því að flytja ræðu hér í kvöld, en Guð ræður förinni. Eins og við öll vitum þá misstum við goðsögn í kvöld. Ó, Jesús, við misstum goðsögn sem var góðvinur minn: Prince, sem var okkur öllum svo kær.“

Hún tjáði áhorfendum að Prince hafði áður sett sig í samband við sig:

„Hann hringdi í mig og bað mig um að koma á ákveðinn viðburð, vegna þess að hann var að gefa út bók. Hann sagði við mig ,komdu endilega með meðleikara þína með þér.’ Allt þetta yndislega fólk. Eru þau ekki frábær? Við fengum þann heiður að njóta nærveru hans á þessum síðustu dögum hans,“ sagði hún. „Og í kvöld, ef ykkur er ekki sama, þá viljum við heiðra minningu hans með ykkur. Hann var viss um að tónlistin hans mundi lifa áfram og það er ósk okkar að leyfa honum að lifa áfram með þessu lagi. Ég veit ekki hvort að ég eigi eftir að komast í gegnum þetta, en ég mun reyna. Hjálpið okkur endilega. Getum við gert þetta saman?

Svo stigu áhorfendur á fætur og Hudson öskraði „Ég veit að þið þekkið þetta lag!“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing