Justin Bieber kom við í hljóðveri BBC Radio 1 í morgun og kom þáttastjórnandanum mjög á óvart þegar hann flutti ábreiðu af Thugz Mansion eftir Tupac.
„Eitthvað sem ég hélt að ég mundi aldrei segja í beinni: Justin Bieber að flytja Thugz Mansion eftir Tupac,“ sagði þáttastjórnandinn eftir að laginu lauk.
Nú styttist óðum í tónleika Justin Bieber á Íslandi en hann kemur fram dagana 8. og 9. september. Ætli að hann taki Tupac í Kórnum?