Í síðustu viku kom söngkonan Lauryn Hill fram á TIDAL X og deildi hún nýrri útgáfu af laginu I Find It Hard to Say (Rebel) með áhorfendum. Stuttu síðar kom hún fram ásamt hljómsveit sinni í sjónvarpsþættinum Charlie Rose og flutti lagið aftur.
Rebel var upprunalega samið í minningu Amadou Diallo sem var skotinn til bana af lögreglumönnum í New York árið 1999 (Diallo var óvopnaður). Lagið hljómaði fyrst á plötunni MTV Unplugged No. 2.0.
Lauryn Hill hafði þetta að segja um lagið á Twitter:
„Þetta er gamalt lag, í nýrri útgáfu, sama samhengi, en á jafnvel enn betur við í dag.“
– Lauryn Hill