Auglýsing

Lil Wayne gerir lítið úr Black Lives Matter, gengur út úr viðtali

Síðastsliðið þriðjudagskvöld var rapparinn Lil Wayne gestur Linsey Davis í fréttaþættinum Nightline. Stuttu eftir að hafa látið afar umdeild ummæli falla í garð Black Lives Matter hreyfingunnar, gekk rapparinn út í miðju viðtali.

Aðspurður út í Black Lives hafði rapparinn þetta að segja:

„Hvað er það? Hvað meinarðu? … Þetta hljómar furðulega, að þeir skuli kalla þetta eitthvað. Þetta er ekki þetta eða hitt. Þetta er bara það að einhver var skotinn af lögreglumanni fyrir rangar sakir … ég er ungur, þeldökkur og ríkur. Ef sú staðreynd sannfærir þig ekki um að að líf þeldökkra skiptir máli í Bandaríkjunum, þá veit ég ekki hvað. Þarna er hvítur tökumaður að taka myndir af mér. Ég er þeldökkur. Ég veit ekki hvað þú átt við. Ekki spyrja mig svona vitlausra spurninga, fröken. Líf mitt skiptir máli …“

– Lil Wayne

Myndbrot af atvikinu má sjá hér fyrir neðan:

Segja má að þessar hugmyndir rapparans hafa fallið í grýttan jarðveg hjá notendum Twitter:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing