Auglýsing

Mac Miller og Anderson .Paak flytja Dang í the Late Show

Í síðustu viku leit fjórða plata rapparans Mac Miller dagsins ljós. Platan ber titilinn the Divine Feminine og er gefin út af Warner Bros. og REMember Music. The Divine Feminine skartar góðum gestum á borð við Kendrick Lamar, Ariana Grande, Ty Dolla Sign og Anderson .Paak, en sá síðastnefndi kom fram með Miller í the Late Show í síðustu viku til þess að kynna plötuna. Platan hefur þegar hlotið ágætis dóma en tónlistarsíðan Pitchfork gefur the Divine Feminine 7.8 af 10 mögulegum og Rolling Stone gefur henni þrjár stjörnur af fimm mögulegum.

Fyrir þá sem ekki þekkja Anderson .Paak þá er hann almennt talinn einn af efnilegustu söngvurum og pródúsentum rappsenunnar. Anderson .Pakk hefur gefið út plötunnar Malibu (2016) og Venice (2014). Hér fyrir neðan má sjá myndband af tónleikum hans hjá NPR (Tiny Desk).

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing