Auglýsing

MF Doom og Jay Electronica leiða hesta sína saman

Í stefnu sem oft og tíðum einkennist af hugsunarleysi og óskiljanleika er ávallt ánægjulegt að hlýða á skýrmælta textasmiði sem hafa eitthvað að segja – eða, að minnsta kosti, segja ekkert á áhugaverðan hátt.

Roam the Earth like Bedouins and Berbers /
The great ancient goat herder, emerging through your server / 
– 
Jay Electronica

Fired up, his own boss on strike /
Accused of using hot pepper sauce on the mic /
 MF DOOM

Þannig hljóða tvö textabrot úr laginu True Lightyears sem rapparinn MF Doom gaf út síðastliðinn 16. ágúst. 

Lagið skartar hinum óviðjafnanlega Jay Electronica og verður jafnframt að finna á plötunni Crack in Time sem er væntanleg frá hljómsveitinni KMD. Bítið minnir helst á Special Herbs plöturnar sem Doom gaf út í kringum aldamótin síðustu.

Líkt og áður hefur komið fram á SKE.is hyggst MF Doom gefa út nýtt lag næstu 13 vikurnar. Útgáfan er hluti af herferð rapparans og Adult Swim sem ber titilinn The Missing Notebook Rhymes.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing