Síðastliðinn 6. mars gaf Pitchfork út myndband þar sem söngvarinn Michael Bolton bregst við þegar aðrir tónlistarmenn nanfgreina hann í lögum sínum (sjá hér fyrir ofan).
Myndbandið er hluti af nýrri seríu Pitchfork sem ber titilinn „Name Dropped“ (Að „namedrop-a“ á ensku þýðir að „slá um sig með nöfnum á þekktu fólki“).
Í gegnum tíðina hafi fjölmargir listamenn minnst á bandaríska söngvarann í textum sínum, þar á meðal Tyler, the Creator, Mac Miller, the Lonely Island, Riff Raff og Nerf Herder.
Textarnir eru misjákvæðir í garð Michael Bolton en sjálfur virðist hann vera sérdeilis rólegur yfir þessu öllu saman. Einn af hápunktum myndbandsins er þegar Michael Bolton hlýðir á texta rapparans Mac Miller:
Higher than Voltron
With a bunch of gold on /
Caucasians still love me
Like my name was love Michael Bolton /
„I guess he thinks it’s a good thing that Caucasians love him like they love me.“
– Michael Bolton