Auglýsing

MØ flytur Redbone eftir Childish Gambino

Síðastliðinn 9. mars flutti danska söngkonan MØ lagið Redbone eftir Childish Gambino á BBC Radio 1 en lagið er að finna á þriðju hljóðversplötu Childish Gambino, Awaken, My Love! sem kom út 2. desember 2016. 

Lagið samdi Childish Gambino og var það hinn sænski Ludwig Goransson sem pródúseraði. Orðið redbone merkir „þeldökk kona sem er fremi ljós á hörund“ („light-skinned black woman“).

Redbone hefur slegið rækilega í gegn frá því að það kom út: hljómaði það meðal annars í kvikmyndinni Get Out sem kom út á árinu. Fyrr á árinu var Childish Gambino gestur Jimmy Fallon og flutti hann lagið í beinni (sjá hér fyrir neðan). Þó svo túlkun MØ á laginu sé góð þá er erfitt að toppa frammistöðu Childish hjá Jimmy Fallon; virðist hann beinlínis vera ranka við sér úr djúpum transi þegar flutningurinn lýkur.

Hér eru einnig tvær ábreiður af laginu: 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing