Í dag sendu MS-ingarnir í Sund Mafíunni, svokallaðri, frá sér lagið Allt í nótt. Lagið inniheldur tilvísanir í helstu menningarstólpa níunda áratugarins og í myndbandinu eru meðlimir sveitarinnar íklæddir fötum frá þessum sama áratug – og ekki af ástæðulausu.
Í samtali við SKE í morgun útskýrði menntskælingurinn Fannar Guðni Guðmundsson hugmyndina á bakvið lagið:
„Það er 21 árs afmæli 85 vikunnar í MS og því fannst okkur tímabært að gefa út ’80s banger og gefa skólafélögum okkar bilað lag til að tjútta við!“
– Fannar Guðni
Lagið var unnið í samráði við Redd Lights og taktsmiðinn Arnar Inga Ingason.