Auglýsing

Nas hjólar í Trump í nýjasta lagi Robin Thicke: „Lygari með hárkollu.“

Tónlist

Nýjasta lag bandaríska söngvarans Robin Thicke, Deep, kom út í gær. Deep er fyrsta lagið sem Thicke sendir frá sér frá því að hann gaf út lögin Back Together (sem skartar söngkonunni Nicki Minaj) og Morning Sun í fyrra. Í viðtali við tímaritið Prestige sagði Thicke að Morning Sun væri titillag næstu plötu sinnar: „Platan fjallar um nýtt upphaf, nýjan dag.“

Lagið Deep hefur vakið athygli fjölmiðla vestanhafs aðallega vegna þess að lagið byrjar og endar á hápólitískum erindum frá rapparanum Nas. Ef marka má viðbrögð blaðamanna virðast flestir vera á því að rapparanum hafi tekist að fanga yfirstandandi ringulreið bandaríska samfélagsins í bundnu máli.

Í fyrsta erindi lagsins byrjar Nas á því að bera Bandaríkin saman við Suður-Afríku á tímum kynþáttaaðskilnaðarins:

„The problem’s gettin’ worse / A modern 1973 Johannesburg“ / … „Man, it hurts to see a cop kill a black man, alert / News flash, police shoot blacks, distort facts /“ … „It’s captured on cellphone video and they still let ’em go. When will they stop killin’ ’em?“

– Nas

Í síðara erindi lagsins beinir Nas spjótum sínum að forsetaframbjóðandanum Donald Trump:

„You don’t think it’s an emergency? / A toupee wearin’ liar’s tryna run the U.S.A. /“

– Nas

Lokaumferð bandarísku forsetakappræðnanna fer fram miðvikudaginn 19. október í Las Vegas. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er Hillary Clinton með níu stiga forskot á „lygarann með hárkolluna,“ eins og rapparinn Nas myndi eflaust orða það.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing