Erlent
Síðastliðinn 4. ágúst birti vefsíðan NME grein undir yfirskriftinni I get turned on by nature: Björk’s most Björk-like quotes eða „Náttúran kveikir í mér: Bjarkar-legustu ummæli Bjarkar.“
Greinin kemur í kjölfar tilkynningu íslensku söngkonunnar þess efnis að ný plata sé væntanleg en Björk hefur lýst plötunni sem „Tinder plötunni sinni.“
Nánar: https://www.nme.com/blogs/nme-b…
Í tilefni þess þýddi SKE fyrrnefndar tilvísanir en hér fyrir neðan geta lesendur rennt yfir ummælin og skoðað myndirnar sem fylgdu greininni.
Um eigin tónlist:
„I sing the best when I’m on the top of a mountain.“
„Ég syng best uppi á fjalli.“
– Björk
Um náttúruna:
„I get turned on by nature. I don’t find urban brothel situations very hot. But that’s just my taste… like, National Geographic porn.“
„Náttúran kveikir í mér. Mér finnst þessar þéttbýlis-vændishúsa aðstæður ekkert sérstaklega heillandi. En það er bara minn smekkur … svona, National Geographic klám.“
– Björk
Um eigin uppáhalds lyktir:
„Rhubarb, oxygen in rainforests, inhaling hair closest to skull.“
„Rabarbari, súrefni í regnskógum, að anda að sér hári nærlendis höfuðkúpu.“
– Björk
Um einmanaleikann:
„I never really understood the word loneliness. As far as I was concerned, I was in an orgy with the sky and the ocean.“
„Ég hef aldrei skilið orðið Einmana; ég var ávallt í svallveislu með himninum og hafinu.“
– Björk
Um enska matargerð:
„The English eat all sorts of birds – pigeons, ducks, sparrows – but if you tell them you eat puffin, you might as well come from Mars.“
„Englendingar borða alls kyns fugla – dúfur, endur, spörfugla – en ef þú segir þeim að borða lunda þá gætir þú alveg eins verið frá Mars.“
– Björk
Um fótbolta:
„Football is a fertility festival. Eleven sperm trying to get into the egg. I feel sorry for the goalkeeper.“
„Fótbolti er frjósemishátíð. Ellefu sæði reyna að synda inn í eggið. Ég vorkenni markmanninum.“
– Björk
Um Ísland:
„People are always asking me about eskimos, but there are no eskimos in Iceland.“
„Fólk er alltaf að spyrja mig um eskimóa en það eru engir eskimóar á Íslandi.“
– Björk
Um íslenskar klisjur:
„I have had to deal with the elfin naïve nonsense stamp all my life and I have never seen an elf and I don’t think I’m naïve.“
„Ég hef þurft að glíma við þennan naíf álfa stimpil allt mitt líf en ég hef aldrei séð álf og ég held að ég sé ekki naíf.“
– Björk
Um sólóplötur:
„I’d done three solo albums in a row, and that’s quite narcissistic.“
„Ég var búin að gefa út þrjár sólóplötur í röð og það hlýtur að vera merki um frekar mikla sjálfsdýrkun.“
– Björk
Um framtíð veraldarinnar:
„I think the way to overcome environmental problems is with technology. What else are we going to use – sticks?“
„Ég held að lausnin á umhverfisvandamálum okkar sé tæknin. Hvernig ætlum við annars að leysa úr þessu – með spýtum?“
– Björk
Þess má einnig geta að vefsíðan Vulture fjallaði nýverið um fyrrnefnda „Tinder plötu“ Bjarkar með því að útbúa fimm fölsuð Tinder „profile“ fyrir íslensku söngkonuna (sjá hér fyrir neðan).
Nánar: https://www.vulture.com/2017/08…
Einnig tók einn notandi Twitter að sér að skálda lagalista nýju plötunnar: