Í hverri viku næstu 15 vikurnar ætlar rapparinn MF Doom að gefa út nýtt, óútgefið lag en útgáfan er hluti af herferð rapparans og Adult Swim, The Missing Notebook Rhymes.
Í gær (7. ágúst) kom fyrsta lagið af fyrrnefndri herferð út en lagið ber titilinn Negus (sjá hér fyrir ofan) og skartar rapparanum Sean Price.
Negus er einnig að finna á plötunni iMPERIUS REX eftir Sean Price sem kemur út í dag – en í dag eru tvö ár frá því að Sean Price lést (8. ágúst 2015).
Átta ár eru frá því að síðasta sólóplata MF Doom kom út, Born Like This.