Auglýsing

nýtt lag ásamt Sean Price

Í hverri viku næstu 15 vikurnar ætlar rapparinn MF Doom að gefa út nýtt, óútgefið lag en útgáfan er hluti af herferð rapparans og Adult Swim, The Missing Notebook Rhymes.

Í gær (7. ágúst) kom fyrsta lagið af fyrrnefndri herferð út en lagið ber titilinn Negus (sjá hér fyrir ofan) og skartar rapparanum Sean Price. 

Negus er einnig að finna á plötunni iMPERIUS REX eftir Sean Price sem kemur út í dag – en í dag eru tvö ár frá því að Sean Price lést (8. ágúst 2015). 

Átta ár eru frá því að síðasta sólóplata MF Doom kom út, Born Like This.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing