Auglýsing

Nýtt lag frá Florence and the Machine

Florence and the Machine gaf út lagið Wish That You Were Here í gær en lagið mun hljóma í kvikmyndinni Miss Peregrine’s Home for Peculiar Children. Myndin kemur út í lok september og leikstjóri myndarinnar er Tim Burton.

Um lagið segir Florence:

„Á meðan ég hef verið að túra líður mér eins og að ég hafi búið í einhvers konar töfrakenndri tímabólu, þar sem dagarnir renna saman í eitt. Það er frábært en það tekur sinn toll, þ.e.a.s. að þurfa að skilja við fólkið sem maður elskar í eitt, tvö ár. Manni langar eiginlega til þess að syngja lag fyrir vindinn svo að vindurinn geti borið tilfinningar manns til þeirra sem maður elskar á þann hátt sem símtöl eða rafræn skilaboð geta ekki.“

– Florence Welch

Hægt er að kaupa lagið á öllum helstu rafrænu tónlistarveitum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing