Þann 18. febrúar síðastliðinn sendi hljómsveitin Shades of Reykjavík frá sér átta laga plötu sem ber titilinn Rós (SOR aftur á bak). Eitt af aðallögum plötunnar er lagið Kiss Kiss Bang Bang sem skartar rapparanum BlazRoca (sjá hér fyrir ofan).
Áhugasamir geta hlýtt á plötuna á Youtube (sjá hér fyrir neðan). Eftirfarandi lög eru á plötunni:
Kiss Kiss Bang Bang feat. BlazRoca
DÍLANDI feat. Kristín Morthens
R.J.Ó.M.I.
Popp í Reykjavík feat. Dadykewl
So Dope feat. Kíló og Since When?
MelluDólgur
Einhleypur á klúbbnum
Aðein$ of feitt
Til gamans má einnig geta að Shades of Reykjavík voru gestir þáttarins Kronik síðastliðið laugardagskvöld en þátturinn var sendur út beint frá Sónar hátíðinni í Hörpunni. SKE mun birta myndbönd frá þættinum á allra næstu dögum.