DJ Shadow gaf út myndband við lagið Nobody Speak í gær en lagið skartar Run the Jewels. Lagið er að finna á plötunni The Mountain Will Fall sem Mass Appeal Records gaf út í júní.
Í myndbandinu fylgjast áhorfendur með síversnandi fundar þingmanna og þykir ástandið endurspegla stöðu alþjóðastjórnmála ágætlega. Run the Jewels og DJ Shadow koma einnig fram í myndbandinu.
„Okkur langaði að framleiða jákvætt myndband sem fangaði stjórnmálamenn upp á sitt besta í kosningabaráttunni. Við fengum þetta í staðinn.“
– DJ Shadow
„Þetta er svo geggjað myndband. Ég þrái það að sjá Hillary og Trump útkljá málin á þennan hátt. Ég held meira að segja að Hillary mundi vinna – og ég er ekki að veita henni minn stuðning þegar ég segi þetta.“
– Killer Mike (Run the Jewels):
Leikstjóri myndbandsins er Sam Pilling og er það framleitt af Pulse Films. Myndbandið var skotið í New York, London og Úkraínu og skartar Igor Tsyshkevych og Ian Bailey.