Auglýsing

Pusswhip, Geisha og Krabba Mane

Á morgun, 19. desember, verður tónlistarhátíðin Stage Dive Fest haldin í sjötta sinn til að fagna jólum og nýju ári. Í þetta sinn verða hátíðahöldin á Prikinu og er dagskrá hátíðarinnar þétt að vanda:

„Lord Pusswhip kemur ferskur frá Berlín með ferskari andblæ, Geisha Cartel munu bræða öll hjörtu og Krabba Mane rústar húsinu eins og honum einum er lagið. Þá mun hið dularfulla DJ-tvíeyki DJ Dominatricks (Alpha Female x Hexía de Mix) þeyta VERY RARE skífum í byrjun kvöldsins, sem og á milli atriða.“

– Stage Dive Fest

Stage Dive Fest er tónleikaröð sem hefur það fyrir stafni að styðja við unga og upprennandi tónlistarmenn í neðanjarðarsenunni, aðallega í rapp- og raftónlist. Aðstandendur hátíðarinnar eru þeir Mælginn, Lord Pusswhip og BNGRBOY. Fjölmargir efnilegir tónlistarmenn hafa troðið upp á hátíðinni í gegnum tíðina, þar á meðal Birnir, Countess Malaise, Smjörvi x HRNNR og fleiri.

Hvað: Stage Dive Fest
Hvar: Prikið (Bankastræti 12, 101 RVK)
Hvenær: 21:00
Aðgangur: Ókeypis
Nánar: https://www.facebook.com/event…

(Hér fyrir neðan geta lesendur hlýtt á tóndæmi frá þeim listamönnum sem troða upp á morgun.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing