Ekkert lát virðist vera á illdeilum rappara þessa dagana: Soulja Boy og Chris Brown, Meek Mill og The Game, Drake og Joe Budden, Lil Wayne og Birdman – og nú Nicki Minaj og Remy Ma.
Nicki Minaj og Remy Ma hafa eldað grátt silfur undanfarið en nýverið gaf hin fyrrnefnda út lagið Make Love ásamt Gucci Mane þar sem hún virtist skjóta föstum skotum í átt að Remy Ma, án þess þó að geta nafn hennar beint.
Í dag sendi svo Remy Ma frá sér lagið Shether (sem byggist á diss-lagi sem Nas tileinkaði Jay-Z árið 2001, Ether) þar sem hún svarar Nicki Minaj fullum hálsi. Flestir eru á því að rímurnar séu beittar og einnig hefur myndefnið sem fylgir laginu vakið athygli, en þar sést sundurlimuð Barbie dúkka sem svipar sterklega til Nicki Minaj.
Skýtur Remy Ma meðal annars á meinta rassastækkun Minaj í laginu:
“I don’t think y’all understand how bad her ass got/ The implants that she had put in her ass popped/ I was like damn 90 days and you couldn’t have box/ Did she at least compensate by giving you mad top/ Her name Minaj right she ain’t throw you some mad thots /”
– Remy Ma
Hér fyrir neðan má einnig hlýða á lagið Ether eftir rapparann Nas.